Samráðsnefnd um skuldavandaheimilanna hefur rætt nú síðdegis við aðila vinnumarkaðarins. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir að samráðsnefndin hafi óskað eftir tillögum ASÍ og Samtaka atvinnulífsins á fundi sem fulltrúar samtakanna áttu með samráðsnefndinni í stjórnarráðsbyggingunni.
Hann telur ljóst að lífeyrissjóðirnir hafi ekki heimild til almennrar niðurfærslu.
Fulltrúar BSRB eru nú á fundi með samráðshópnum en síðar í kvöld munu fulltrúar sveitarfélaganna koma á fund í stjórnarráðinu.