Þyrftu að skerða réttindi

Almenn niðurfærsla kæmi illa út fyrir lífeyrissjóðina sem þyrftu að …
Almenn niðurfærsla kæmi illa út fyrir lífeyrissjóðina sem þyrftu að skerða réttindi í kjölfarið. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Al­menn niður­færsla skulda kæmi mjög illa við líf­eyr­is­sjóðina, bæði vegna lækk­un­ar sjóðfé­lagalána og niður­færslu á eign­um sjóðanna hjá Íbúðaána­sjóði. Þess­ar eign­ir eru metn­ar á 650 millj­arða. Þetta myndi leiða af sér skerðingu rétt­inda hjá al­mennu líf­eyr­is­sjóðunum, að sögn Hrafns Magnús­son­ar, fram­kvæmda­stjóra Lands­sam­taka líf­eyr­is­sjóða.

Full­trú­ar líf­eyr­is­sjóðanna áttu lang­an fund með Hags­muna­sam­tök­um heim­il­anna í morg­un. Skoðanir voru skipt­ar en viðræðurn­ar voru vin­sam­leg­ar og hrein­skipt­ar, að sögn Hrafns. Líf­eyr­is­sjóðirn­ir eru and­snún­ir hug­mynd­um Hags­muna­sam­taka heim­il­anna um flat­an niður­skurð.

„Það kom fram hjá þeim að þeirra hug­mynd­ir væru ekk­ert meitlaðar í stein eins og þeir orðuðu það. Af þeirra hálfu væri ekki um nein­ar end­an­leg­ar til­lög­ur að ræða,“ seg­ir Hrafn.

For­svars­menn líf­eyr­is­sjóðanna leggja til að í stað al­mennr­ar niður­færslu skulda verði reynt að virkja bet­ur þau úrræði sem þegar eru fyr­ir hendi, skerpa þau og gera þau skil­virk­ari. „Það er okk­ar mat að það væri skyn­sam­legra að gera þetta og jafn­framt að það þyrfti fyrst og fremst að huga að fólki á aldr­in­um frá 25 til 40 ára, sem keyptu sér hús­næði á ár­un­um fyr­ir hrun,“ seg­ir Hrafn.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert