UngBest fordæma bókun Besta flokksins

Meðlimir ungliðahreyfingar Besta flokksins eru afhuga flokknum eftir nýlega bókun …
Meðlimir ungliðahreyfingar Besta flokksins eru afhuga flokknum eftir nýlega bókun um vínveitingar í miðborg Reykjavíkur. mbl.is/Golli

Ungliðahreyfing Besta flokksins, UngBest, fordæma bókun borgarstjórnarflokksins sem lögð var fyrir borgarráð í gær, en þar var gert að því skóna að banna sölu áfengis á vínveitingastöðum borgarinnar.

„Ný bókun borgarfulltrúa sýnir vel í hvaða ógöngum menn lenda þegar aðferðir ríkisforsjár og skipulagshyggju verða ofan á. Ekki aðeins eru borgarfulltrúar flokksins algjörlega úr takt við grasrót flokksins með þessari bókun heldur hefur þetta gert marga af yngri ungliðum borgarinnar afhuga flokknum og er miður,“ segir í tilkynningu frá ungliðahreyfingunni.

Þá segir einnig að með bókun borgarfulltrúa Besta flokksins sé aðeins verið að gæta hagsmuna aldurshóps þeirra eigin, ekki æsku landsins. „Að auki þykir stjórn UngBest það varhugavert að borgarfulltrúar leggi fram bókun sem gangi þvert á stefnuskrá UngBest.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert