Vanhugsað hjá flokksfélögum

Karl Sigurðsson.
Karl Sigurðsson.

Karl Sigurðsson, borgarfulltrúi Besta flokksins, tekur í sama streng og ungliðahreyfing flokksins og segir áfengisbókunina fulltrúa flokksins á fundi borgarráðs Reykjavíkur í gær vera vanhugsaða.

„Ég er ekki sammála flokksfélögum mínum í þessu og tek undir með ungliðahreyfingunni. Kannski er ég bara svona ungur, en sem næst yngsti borgarfulltrúi flokksins þá verð ég að segja að mér finnst þetta vera mikil fljótfærni og vanhugsað hjá þeim. Þarna er verið að hugsa um lítinn hóp sem þau tilheyra, sem þeim finnst vera stór,“ sagði Karl í samtali við mbl.is.

Aðspurður sagðist hann ekki hafa rætt málin við Jón Gnarr eða aðra samstarfsfélaga sína í dag en að fólk þurfi aðeins að hugsa ráð sitt og eigi eftir að gera það í góðu tómi. Þrátt fyrir að vera ósammála var hljóðið í Karli gott sem fyrr.

„Það eru allir glaðir í Besta flokknum þó við séum ekki alltaf sammála.“

Í bókun þeirra Einars Arnar Benediktssonar og Elsu Hrafnhildar Yeoman á fundi borgarráðs í gær segir m.a. að um bann við reykingum á vínveitingastöðum ríki almenn ánægja. „Liggur því við að næsta rökrétta skref verði að banna áfengi inni á þessum stöðum, þar sem áfengisneysla hefur margar og alvarlegar afleiðingar í för með sér," segir í bókuninni. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert