Vestfirðingum fallast hendur

Frá Ísafirði
Frá Ísafirði Ómar Óskarsson

Hörður Högnason, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða segir í viðtali við Bæjarins besta á Ísafirði í dag að þar fallist mönnum hendur við fyrirhugaðan niðurskurð.

„Við stöndum frammi fyrir gjörbyltingu í heilbrigðiskerfinu í landinu og við höfum ekkert til að byggja á hvernig standa eigi að því. Það hafa engar línur verið lagðar um það hvernig við eigum að skera niður eða hvernig eigi að haga þeirri þjónustu sem leggst af hér,"  segir Hörður í viðtali við Bæjarins besta í dag.

 „Á tveimur vikum eigum við að ákveða niðurskurð á allri grunnspítalaþjónustunni á Vestfjörðum, segja upp mörgum tugum faglærðra einstaklinga sem enga vinnu fá hérlendis eins og er, rústa samfélagi við ættingja og vini og bjóða þeim að skilja eftir óseljanlegar húseignir,"  bætir Hörður við.

Viðtalið við Hörð á vef Bæjarins besta

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert