Vísuðu eigin tillögu frá

Hella í Rangárþingi ytra.
Hella í Rangárþingi ytra. www.mats.is

Meirihluti hreppsnefndar Rangárþings ytra vísaði á síðasta fundi nefndarinnar frá tillögu sem hann hafði sjálfur lagt fram. 

Fram kemur á vef Sunnlenska, að tillagan snerist um staðgengil sveitar­stjóra en Gunnsteinn Ómarsson tekur sér vikulangt frí síðar í mánuðinum. Meirihlutinn, Á-listinn, lagði til að Guðfinna Þorvalds­dóttir, oddviti, tæki að sér að leysa Gunnstein af í fríinu.

Fulltrúar D-listans lögðu fram breytingar­tillögu og bentu á að ekki tíðkaðist að skipa staðgengla framkvæmdastjóra sveitarfélaga þótt þeir tækju sér frí í fáa daga. Starfsfólk sveitarfélagsins væri fullfært um að taka við erindum og upplýsa fólk á meðan.

Í kjölfar tillögu D-listans lögðu fulltrúar Á-listans til að tillögu Á-listans yrði vísað frá og var það samþykkt samhljóða.      

Vefur Sunnlenska

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert