88% lána einstaklinga í skilum

Yfir 50% lántakenda verðtryggðra íbúðalána hafa nýtt sér greiðslujöfnun
Yfir 50% lántakenda verðtryggðra íbúðalána hafa nýtt sér greiðslujöfnun mbl.is/Ómar Óskarsson

88% lána einstaklinga í bankakerfinu voru í skilum þann 1. október síðastliðinn. Þetta kemur fram í nýjum upplýsingum frá Samtökum fjármálafyrirtækja sem kynntar voru í félags- og tryggingamálanefnd Alþingis í morgun. Upplýsingar eru miðaðar við 1. október 2010.

Þar kemur fram að rúm 40% þeirra sem eru í vanskilum í bankakerfinu eru á aldrinum 40-59 ára. Vanskilin eru mest hjá þeim sem eru fæstir í heimili, það er 1-2. 

51% skuldara eða 46.395 lántakendur verðtryggðra íbúðalána hafa nýtt sér greiðslujöfnun. 949 lántakendur eru nú að nýta sér frystingarúrræði. Fjölmargir hafa nýtt það úrræði tímabundið. 2.522 lánþegar hafa nýtt sér greiðslujöfnun á erlendum lánum. 1.529 hafa fengið lækkun höfuðstóls á erlendum húsnæðislánum. 1.300 hafa fengið lækkun höfuðstóls á verðtryggðum húsnæðislánum. 1.510 hafa nýtt sér svokallaða 110% aðlögun höfuðstóls.

Um 450 manns hafa leitað eftir sértækri skuldaaðlögun. Þann 1. október voru 345 mál í vinnslu hjá aðildarfélögum SFF.

50.697 einstaklingar eða hjón eru með bílalán.

32.935 lántakendur eru með myntkörfulán og eiga von á endurútreikningi.

Á bilinu 60 – 75% lántakenda fá greiðsluseðla um næstu mánaðamót miðað við endurútreikning.

4.802 hafa nú þegar nýtt sér höfuðstólslækkun.

7.412 hafa nýtt sér greiðslujöfnun.

3.667 hafa fengið lækkun greiðslna ásamt lengingu lánstíma.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert