Íslenska ríkið seldi sendiherrabústað í Lundúnum á árinu fyrir 1,7 milljarða króna og hefur síðan keypt annað húsnæði fyrir 835 milljónir króna. Þá er áætlað að 35 milljónir króna kosti að koma húsnæðinu í stand.
Nýi bústaðurinn verður afhentur bráðlega eftir að gerðar hafa verið nauðsynlegar lagfæringar og endurbætur á honum.
Þetta kemur fram í frumvarpi til fjáraukalaga, sem lagt var fram á Alþingi í kvöld.