Álver að komast á skrið

Rannsóknarholan vekur vonir um að hægt sé að virkja meira …
Rannsóknarholan vekur vonir um að hægt sé að virkja meira á Reykjanesi. mbl.is/RAX

Skriður virðist aftur kominn á undirbúning álvers við Helguvík. Á samráðsfundi sem iðnaðarráðuneytið efndi til í gær kom til að mynda fram að tilraunaborun á Reykjanesi gæfi góðar vonir og háhitasvæðið ætti að standa undir fyrirhugaðri stækkun Reykjanesvirkjunar.

Stjórnendur Norðuráls hafa ákveðið að einbeita sér að því að reisa álverið í Helguvík í þremur 90 þúsund tonna áföngum. Verður árleg framleiðslugeta þess þá 270 þúsund tonn. Fyrirtækið hefur til þessa miðað við 360 þúsund tonna álver en Ragnar Guðmundsson, forstjóri Norðuráls, segir að unnið verði að fjórða áfanganum þegar aðstæður leyfa.

Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins er Norðuráli ekkert að vanbúnaði að hefja framkvæmdir um leið og samkomulag um orkukaup og nauðsynleg leyfi liggja fyrir.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka