Einungis 9% bera mikið traust til Alþingis

Mótmælt á Austurvelli
Mótmælt á Austurvelli mbl.is/Ómar Óskarsson

Nærri 78% landsmanna bera lítið traust til Alþingis. Þetta kemur fram í Þjóðarpúlsi Gallups. Traustið hefur aldrei mælst minna. Einungis 9 af hundraði segjast bera mikið traust til Alþingis.Þetta kemur fram á vef RÚV.

Á árunum 2001 til 2008 báru á bilinu 29  til 44% mikið traust til Alþingis. Í fyrra féll það hlutfall niður í 13 af hundraði og var óbreytt í byrjun árs. Nú fer það hins vegar niður í 9 af hundraði.

Á vef RÚV kemur fram að spurt var: hversu mikið eða lítið traust berð þú til Alþingis. Tæplega þriðjungur landsmanna - eða 31% - ber alls ekkert traust til þingsins, rúmur fjórðungur mjög lítið traust og fimmtungur frekar lítið. Íbúar utan höfuðborgarsvæðisins treysta Alþingi betur en höfuðborgarbúar, eða 11 af hundraði á móti 7.

Kjósendur Sjálfstæðisflokksins vantreysta Alþingi áberandi mest. 84% þeirra bera lítið eða alls ekkert traust til þingsins. Fjórðungur stuðningsmanna ríkisstjórnarinnar treystir Alþingi, en einungis 3 af hundraði úr röðum stjórnarandstæðinga. Í úrtaki Gallups voru rúmlega 2100 manns. Svarhlutfall var 67%.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert