Nefnd um erlenda fjárfestingu telur ekki vera tilefni til frekari aðgerða af hálfu nefndarinnar vegna tilkynningar HS Orku hf. um eignarhald í öðrum félögum. Nefndin vísar því til þeirra álita sem meiri- og minnihluti nefndarinnar birti 22. mars sl. og 7. júlí sl.
Þetta kemur fram í áliti sem nefndin hefur skilað til efnahags- og viðskiptaráðherra um tilkynningu HS Orku hf. á fjárfestingu Magma Energy Sweden AB á öllum dóttur- og hlutdeildarfélögum HS Orku hf.
Nefndin lítur því svo á, eftir að hafa skoðað og rætt ítarlegt lögfræðiálit á málinu, að erlend fjárfesting í dóttur- og hlutdeildarfélögum HS Orku hf. sé hluti af fyrri afgreiðslu nefndarinnar.
Í júlí var niðurstaða meirihluta nefndarinnar sú að fjárfesting Magma Energy Sweden AB á viðbótarhlutafé í HS Orku hf. gangi ekki gegn lögum um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri.
Nánar á vef efnahags- og viðskiptaráðuneytisins.