Fær tvær blokkir í fangið

Töluverðar skemmdir hafa orðið á annarri blokkinni vegna vatns og …
Töluverðar skemmdir hafa orðið á annarri blokkinni vegna vatns og vinda enda er einangrun óvarin. mbl.is/Ómar

Að öllu óbreyttu mun Íbúðalánasjóður eignast tvær ókláraðar blokkir í Vindakór 2-8 í Kópavogi en félagið sem byggði þær lagði upp laupana fyrri hluta árs 2008.

Blokkirnar, sem liggja undir skemmdum, yrðu fyrstu blokkirnar sem sjóðurinn eignast á höfuðborgarsvæðinu frá því að efnahagslífið hrundi. Ein fjölskylda býr í blokkunum, að því er fram kemur í fréttaskýringu um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Byggingarfélagið Stafnás byggði blokkirnar og ætlaði að ljúka við þær í árslok 2007. Íbúðirnar í Vindakór 2-8 eru fremur stórar, oft um 150 m² og þær áttu að vera afar vel búnar, m.a. átti að selja þær með tvöföldum ísskáp og nuddbaðkari. Stafnás lenti hins vegar í miklum erfiðleikum á árinu 2007 og varð gjaldþrota 2008. Blokkirnar komust þá í eigu VBS-fjárfestingarbanka, sem hafði lánað fyrir hluta framkvæmdanna, og þær eru nú í eigu HK fasteigna ehf., dótturfélags VBS. VBS er nú í slitameðferð.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka