Tugir einstaklinga eru nú til rannsóknar hjá Fjármálaeftirlitinu vegna grunsemda um að þeir hafi nýtt sér upplýsingar um stöðu bankanna í aðdraganda efnahagshrunsins. Þetta kom fram í sjónvarpsfréttum RÚV. Haft er eftir forstjóra Fjármálaeftirlitsins að erfitt sé sanna sök í málum af þessu tagi, en hann býst við að einhver þeirra endi með ákæru.
Bent er á að fyrsta ákæran í máli af þessu tagi hafi verið gefin út í gær, gegn Baldri Guðlaugssyni, fyrrverandi ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu.
Haft er eftir Gunnari Þ. Andersen, forstjóra Fjármálaeftirlitsins, að rannsökuð hafi verið mál í tengslum við fall bankanna og líka við innlausnir í peningamarkaðsjóðunum. Mörg mál séu til skoðunar. Sum hafi verið felld niður en önnur séu enn í rannsókn.