Húsvíkingar sækja um starf

Skjaldborg slegin um Heilbrigðisstofnun Þingeyinga.
Skjaldborg slegin um Heilbrigðisstofnun Þingeyinga. mynd/Hafþór

Yf­ir­gnæf­andi meiri­hluti þeirra sem hafa sótt um embætti ráðuneyt­is­stjóra nýs vel­ferðarráðuneyt­is er frá Húsa­vík, flest­ir raun­ar starfs­menn Heil­brigðis­stofn­un­ar Þing­ey­inga en einnig sæk­ir Berg­ur Elías Ágústs­son, sveit­ar­stjóri Norðurþings, um starfið. Alls eru um­sækj­end­ur 89 tals­ins, þar af yfir sex­tíu frá Húsa­vík.

Með þessu vilja bæj­ar­bú­ar mót­mæla þeim niður­skurði sem bæj­ar­fé­lagið stend­ur frammi fyr­ir en sam­kvæmt fjár­laga­frum­varpi fyr­ir næsta ár verða fram­lög til Heil­brigðis­stofn­un­ar­inn­ar skor­in niður um 40%.

Ræsti­tækn­ar, starfs­menn í umönn­un, lækn­ar, sjúkra­liðar og hjúkr­un­ar­fræðing­ar eru á meðal þeirra Hús­vík­inga sem hafa sótt um embætti ráðuneyt­is­stjóra. Íbú­arn­ir vilja koma þeim boðum til ráðamanna þjóðar­inn­ar að niður­skurður­inn gangi ekki upp og krefjast þeir út­skýr­inga og svara.

„Þetta er einn liður í að mót­mæla þess­ari óskilj­an­legu ákvörðun ráðuneyt­is­ins að ætla að gera þetta við lands­byggðina. Því þetta er reiðarslag fyr­ir alla lands­byggðina, ekki bara Hús­vík­inga,“ seg­ir Gunn­ar Rafn Jóns­son, lækn­ir á Húsa­vík í sam­tali við mbl.is, en hann er einn þeirra sem hafa sótt um embætti ráðuneyt­is­stjóra.

Hann bend­ir á að bæj­ar­bú­ar hafi einnig skrifað grein­ar í blöð og þá hafi þeir fjöl­mennt á borg­ar­fund í síðustu viku, en um 1300 manns mættu á fund­inn til að ræða fyr­ir­hugaðan niður­skurð í sveit­ar­fé­lag­inu. 

Gunn­ar seg­ir að aðgerðir stjórn­valda séu órök­studd­ar. „Þeir hafa ekki sýnt fram á að það sé hægt að gera þess­ar aðgerðir, sem við ger­um hér í hundraðatali, með ódýr­ari hætti ann­arstaðar. Þeir hafa ekki sagt hvað á að gera við sjúk­ling­ana sem liggja inni á öll­um sjúkra­sviðum sjúkra­húsa í kring­um landið. Þeir reikna ekki með nein­um viðbót­ar­kostnaði, hvorki á FSA (Sjúkra­hús­inu á Ak­ur­eyri) né Land­spít­al­an­um. Svona hegðun er, finnst mér, út í blá­inn hjá ráðamönn­um.  

Ég gæti skilið það ef þeir hefðu sett ein­hver rök á móti hvernig þeir ætla að fara að þessu og hvað á að gera við sjúk­ling­ana. En þeir geta ekk­ert um það,“ seg­ir Gunn­ar enn­frem­ur. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert