Lyngdalsheiðarvegur opnaður

Ögmundur Jónasson og Hreinn Haraldsson opnuðu Lyngdalsheiðarveg.
Ögmundur Jónasson og Hreinn Haraldsson opnuðu Lyngdalsheiðarveg. Ljósmynd/Vegagerðin

Ögmundur Jónasson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra opnaði í dag nýjan Lyngdalsheiðarveg milli Þingvalla og Laugarvatns. Flutti hann ávarp við athöfnina og klippti á borða ásamt Hreini Haraldssyni vegamálastjóra.

Lyngdalsheiðarvegur er 15 km, frá Þingvallavegi að Laugarvatni, og leysi af hólmi Gjábakkaveg. Gamli vegurinn var sumarvegur, oft erfiður yfirferðar.

Nýi vegurinn opnar heilsársleið innan Bláskógabyggðar og nýtist vel ferðafólki.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert