Markmiðið að frelsa þrælabörn úr ánauð

Börn sem nýlega hafa verið leyst úr vinnuþrælkun. Myndina tók …
Börn sem nýlega hafa verið leyst úr vinnuþrælkun. Myndina tók Ármann Hákon Gunnarsson.

Þrælabörn á Indlandi verða í brennidepli á Landsmóti æskulýðsfélaga sem verður sett á Akureyri í dag. Þar munu 650 unglingar og sjálfboðaliðar gefa vinnu sína til að styrkja hjálparstarfsverkefni á Indlandi.

Verkefnið felst í því að frelsa þrælabörn á Indlandi úr ánauð og koma þeim í skóla.  Fjáröflunin fer fram með söfnun meðal almennings og sölu á handverki unglingana og styrkja frá góðum fyrirtækjum og einstaklingum.

Landsmótið verður sett kl. 18 á föstudegi af Karli Sigurbjörnssyni, biskupi Íslands.

Nánar hér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert