Eldur kviknaði út frá kannabisræktun

Lögreglumenn á vettvangi við Marbakkabraut í gær.
Lögreglumenn á vettvangi við Marbakkabraut í gær. mbl.is/Árni Sæberg

Tveir karl­menn voru hand­tekn­ir og yf­ir­heyrðir í tengsl­um við elds­voða í íbúðar­húsi við Mar­bakka­braut í Kópa­vogi í gær. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá lög­reglu var kanna­bis ræktað í hús­næðinu. Talið er að eld­ur­inn hafi kviknað út frá fjöltengi.

Búið er að sleppa mönn­un­um sem játuðu sök og telst málið upp­lýst af hálfu lög­regl­unn­ar, en rann­sókn máls­ins held­ur áfram.

Hús­næðið skemmd­ist mikið í eld­in­um. Þar inni var að finna gróður­húsalampa, sem voru tengd­ir um­ræddu fjöltengi, og 10 kanna­bis­plönt­ur.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert