Tveir karlmenn voru handteknir og yfirheyrðir í tengslum við eldsvoða í íbúðarhúsi við Marbakkabraut í Kópavogi í gær. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var kannabis ræktað í húsnæðinu. Talið er að eldurinn hafi kviknað út frá fjöltengi.
Búið er að sleppa mönnunum sem játuðu sök og telst málið upplýst af hálfu lögreglunnar, en rannsókn málsins heldur áfram.
Húsnæðið skemmdist mikið í eldinum. Þar inni var að finna gróðurhúsalampa, sem voru tengdir umræddu fjöltengi, og 10 kannabisplöntur.