Ragna sækir um embætti ráðuneytisstjóra

Ragna Árnadóttir.
Ragna Árnadóttir.

Ragna Árnadóttir, fyrrum dómsmálaráðherra, er meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra nýs velferðarráðuneytis, sem verður til 1. janúar með sameiningu heilbrigðisráðuneytisins og félags- og tryggingamálaráðuneytisins.

Bolli Þór Bollason, núverandi ráðuneytisstjóri félagsmálaráðuneytisins, er einnig meðal umsækjenda. 

87 umsóknir bárust um embættið. Meðal umsækjenda eru átta ræstitæknar, sex starfsmenn í umönnun og fimm starfsstúlkur í eldhúsi.

Guðbjartur Hannesson, heilbrigðisráðherra og félags- og tryggingamálaráðherra, ákvað að fela þriggja manna hæfnisnefnd að fara yfir umsóknir um embættið. Í nefndinni eiga sæti  Ásta Bjarnadóttir, vinnu- og skipulagssálfræðingur, sem er formaður nefndarinnar, Arnar Þór Másson, skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu og Stefán Ólafsson, prófessor.  

Skipað verður í embættið hið fyrsta og mun nýr ráðuneytisstjóri taka þátt í vinnu verkefnisstjórnar við undirbúning að stofnun nýs velferðarráðuneytis.

Helstu verkefni nýs velferðarráðuneytis varða almannatryggingar, barnavernd, félagslega aðstoð, félagsþjónustu sveitarfélaga, heilbrigðisþjónustu á sjúkrahúsum og hjúkrunarheimilum, heilsugæslu, húsnæðismál, jafnréttismál, lyfjamál, lýðheilsumál, málefni aldraðra, fatlaðra, fjölskyldna og innflytjenda, skuldamál heimilanna og vinnumarkaðsmál.

Staða ráðuneytisstjóra nýs innanríkisráðuneytis var einnig auglýst laus til umsóknar og voru umsækjendur þrettán. Listi yfir þá verður væntanlega birtur síðar í dag.

Umsækjendur um embættið

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert