Segir stjórnvöld hafa hlíft þeim lægst launuðu

Stefán Ólafsson prófessor á fundi BSRB í morgun
Stefán Ólafsson prófessor á fundi BSRB í morgun

Stefán Ólafsson prófessor segir að öflugt velferðarkerfi hafi valdið því að kreppan hitti Íslendinga ekki eins illa fyrir og margar aðrar þjóðir. Velferðarkerfið muni þannig nýtast til að milda höggið sem efnahagshrunið hafði í för með sér. Stefán hélt erindi á aðalfundi BSRB sem stendur nú yfir.

Skattar lægri á Íslandi en annars staðar á Norðurlöndunum

Spurður hvort réttara væri að skera niður í velferðarkerfinu eða hækka skatta til að mæta fjárþörf ríkisins, sagði hann að án þess að hann ætlaði að gerast talsmaður skattahækkana þá hefði það sýnt sig að tillögur um niðurskurð hefðu komið meira við kaunin á fólki en skattahækkanir, að því er fram kemur á vef BSRB.

Skattar á Íslandi væru enn lægri en það sem gerðist á öðrum Norðurlöndum, þrátt fyrir hækkanir síðustu ára. Því væru skattahækkanir til skemmri tíma skynsamlegri, það hefði enda verið gert í Svíþjóð upp úr 1990.

„Markmiðið okkar á að vera að fá sem öflugast velferðarkerfi fyrir sem minnstan pening," sagði Stefán, og ítrekaði að hann væri að ræða um hækkanir sem skárri kost af tveimur slæmum og þá til skamms tíma.

Sér ekki hver eigi að greiða fyrir almenna niðurfærslu

„Stefán segir að stefna stjórnvalda hafi hlíft þeim sem lægstu launin hafa og lífeyrisþegum. Spurður um almenna niðurfærslu skulda sagðist hann ekki sjá hvernig ætti að greiða fyrir hana; sjálfur væri hann talsmaður þess að þeim sem væru í sárustu neyðinni yrði hjálpað. Hann minnti á að tveir af hverjum þremur sem eru á vanskilaskrá hafi verið þar fyrir hrun. Hann sagði umræðuna í fjölmiðlum gefa mjög skakka mynd af ástandinu og staðreyndir væru markvisst falsaðar með átaki," segir í frétt á vef BSRB. 

Sjá nánar hér
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert