„Þessi tillaga sem liggur fyrir af hálfu meirihlutans losar borgarstjórann undan daglegum rekstri borgarinnar. Það er verið að færa öll svið, allar stofnanir og þjónustu við borgarbúa úr hans höndum og yfir á herðar skrifstofustjóra borgarstjóra.
Í þeim tilgangi er stofnað nýtt embætti og það er ekki einu sinni auglýst,“ segir Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, um þá tillögu meirihlutans í Reykjavík að færa hluta af starfsskyldum borgarstjóra yfir á herðar skrifstofustjóra hans.
Það er eiginlega óhjákvæmilegt að velta fyrir sér hvort einhverjir samningar í þessa veru hafi verið gerðir þegar samstarf Besta flokksins og Samfylkingar komst á. Ef það kemur annar borgarstjóri í Reykjavík þá gef ég mér að það verði Dagur B. Eggertsson.“