Alþýðusamband Íslands hefur leiðrétt verðkönnun, sem gerð var á vörum í matvöruverslunum í vikunni. Munurinn á matarkörfunni hjá Bónus og Krónunni reyndist vera 36 krónur en ekki 85 krónur eins og sagt var í gær. Þá er vörukarfan í Hagkaupum orðin ódýrari en í Fjarðarkaupum.
Vörukarfan var ódýrust í Bónus þar sem að hún kostaði 8972 krónur en í Krónunni kostaði karfan 9008 krónur. Í Nettó kostaði vörukarfan 9736 krónur, 10.024 í Hagkaupum, 10.080 í Fjarðarkaupum, 10.590 krónur í Kosti, 10.776 í Samkaupum Úrvali og 10.796 krónur í Nóatúni.
Lítill verðmunur var á milli Samkaups Úrvals og Nóatúns en karfan var 20% dýrari en í Bónus og Krónunni. Munurinn á milli dýrustu og ódýrustu vörukörfunnar eru 1.824 krónur.