Viðmælandinn tengdist VG

Hús Ríkisútvarpsins.
Hús Ríkisútvarpsins. mbl.is/Árni Sæberg

Rík­is­út­varpið hef­ur dregið til baka frétt, sem birt­ist í Sjón­varp­inu í gær­kvöldi um mann, sem sagðist ánægður með aðgerðir stjórn­valda til bjarg­ar heim­il­un­um. Í ljós hef­ur komið að viðmæl­and­inn, Tryggvi Guðmunds­son, var svæðis­full­trúi VG á Dal­vík fram að síðustu sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­um.

Fram kem­ur á vef Rík­is­út­varps­ins, að Tryggvi hafi leynt frétta­mann þessu og einnig sagt að hann væri ekki flokks­bund­inn. 

Seg­ist Rík­is­út­varpið harma að frétt­in hafi verið birt en það sam­ræm­ist ekki stefnu frétta­stof­unn­ar að  leyna áhorf­end­ur og hlust­end­ur upp­lýs­ing­um um tengsl viðmæl­enda við stjórn­mála­flokka eða hags­muna­sam­tök.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka