Erill í sjúkraflutningum

Sjúkraflutningamenn að störfum.
Sjúkraflutningamenn að störfum. mbl.is/Sverrir

Mikill erill var hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins í sjúkraflutningum í nótt. Þeir voru um 40 talsins, sem telst vera mikið. Um er að ræða almenn veikindi og minniháttar slys á höfuðborgarsvæðinu, en flest útköllin voru í miðbæ Reykjavíkur. Þá var nokkuð um bráðaútköll. 

Þá var dælubifreið send út í nótt til þess að slökkva eld í blaðagámi í efri byggðum borgarinnar. Engin hætta var á ferð og gekk greiðlega að slökkva eldinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert