Fram kemur í nýrri Gallup könnun að aðeins einn af hverjum tíu sé ánægður með niðurstöðu Alþingis um að draga Geir Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, fyrir landsdóm. Greint er frá þessu á vef RÚV.
Þá kemur fram að átta af hverjum tíu séu óánægðir með þá ákvörðun þingsins að höfða aðeins mál á hendur Geir, en ekki gegn þeim Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, Árna Mathiesen eða Björgvini G. Sigurðssyni.
Í könnuninni kemur fram að aðeins fimmtungur af stuðningsmönnum ríkisstjórnarinnar lýsi ánægju með niðurstöðu Alþingis en tveir af hverjum þremur stuðningsmönnum ríkisstjórnarinnar séu á öndveðum meiði.
Þá segir að nánast allir þeir, sem ekki styðji stjórnina, séu hins vegar óánægðir.