Fréttaskýring: Vilja hækka öll laun og tengja við aðra mynt

Krafa er komin fram frá forystu verkalýðsfélaganna um hærri laun …
Krafa er komin fram frá forystu verkalýðsfélaganna um hærri laun til sinna félagsmanna. Myndin er frá framkvæmdum á Lyngdalsheiði. mbl.is/Helgi Bjarnason

Launafólk á almennum vinnumarkaði leggur verkalýðsforingjum línurnar þessa dagana um kröfugerð í komandi kjaraviðræðum. Stéttarfélög og sambönd hafa gert viðhorfskannanir meðal félagsmanna. Þá hafa forystumenn borið saman bækur sínar á formannafundum og kjararáðstefnum.

Rafiðnaðarsambandið hefur birt fyrstu niðurstöður könnunar sem byggð er á svörum 1.200 félagsmanna. Þar kemur fram að 40% vilja langtímakjarasamning í samfloti allra stéttarfélaga og ríkisstjórnar með stöðugleika sem helsta markmið, en meirihlutinn eða 60% vill stuttan kjarasamning og að sambandið semji sér.

„30% vilja leggja áherslu á hækkun lægstu launa, en 70% vilja leggja áherslu á að hækka öll laun. Í athugasemdum kom mjög skýrt fram vilji til að leggja alla áherslu á hækkun launa, en láta önnur kostnaðaratriði sem gætu dregið niður mögulegar launahækkanir eiga sig í þetta sinn,“ segir í umfjöllun RSÍ um könnunina. Umtalsverður meirihluti vill tengja kjarasamninga við annan gjaldmiðil.

Treysta kaupmáttinn

Kristján segir mikla samheldni í Starfsgreinasambandinu og menn séu ákveðnir í að ganga nokkuð samstiga til leiks.

Á kjararáðstefnu Verkalýðsfélags Vestfirðinga fyrr í mánuðinum komu fram ákveðnar kröfur um jöfnun lífeyrisréttinda á við opinbera starfsmenn, að lægsta skattþrep verði hækkað og barnabætur hækkaðar. Félagsmenn vilja stuttan samningstíma, að áhersla verði lögð á krónutöluhækkun og að grunnlaun verði ekki undir 200.000 kr., auk þess sem gengið verði frá því að laun verði verðtryggð.

Ríkisstjórnin einangruð

Spurður um áherslur félagsmanna fyrir kjaraviðræðurnar segir Finnbjörn að þeir vilji ná meiri kaupmætti. „Það er farið að þrengja verulega að heimilum og við viljum nota allan þann slaka sem til er í kjarasamningum til að hækka kaupmáttinn með launabreytingum og aðgerðum á borð við hækkun persónuafsláttar o.fl.,“ segir hann. Í ályktun Samiðnar segir að ríkisstjórnin hafi einangrast vegna skorts á samstarfsvilja og sundurlyndis stjórnarmeirihlutans. Óábyrg stjórnarandstaða hafi svo spilað á sundurlyndið og tafið mál.

Verkafólk með 238 þús.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert