Hagsmunasamtökin dregin á asnaeyrunum

Ögmundur Jónasson dómsmálaráðherra heilsar Marínó Njálssyni hjá Hagsmunasamtökum heimilanna á …
Ögmundur Jónasson dómsmálaráðherra heilsar Marínó Njálssyni hjá Hagsmunasamtökum heimilanna á fundinum í Þjóðmenningarhúsinu. mbl.is/Kristinn

Stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna segist hafa verið dregin á asnaeyrunum í tvær vikur af „getulausu stjórnkerfi“. Þetta kemur fram pistli á vef samtakanna, þar sem samtökin gagnrýna m.a. stjórnmálamenn, ASÍ, og umboðsmann skuldara harðlega.

Vísað er til fundar sem samtökin sátu ásamt stjórnmálamönnum og fulltrúum vinnumarkaðarins.

„Það glæddist með okkur smá von er fulltrúar okkar urðu vitni að því þegar hver stjórnmálamaðurinn á fætur öðrum húðskammaði forkólfa fjármálakerfisins á fundi í Þjóðmenningarhúsinu á miðvikudagskvöld. Þeir voru reiðir, það fór ekkert á milli mála. Þeir voru reiðir af því þeir voru að fá hitann frá almenningi. Hita vegna afglapa og þvermóðsku fjármálaaðalsins,“ segir í pistlinum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert