„Leikritinu er lokið“

Þór Sa­ari, þingmaður Hreyf­ing­ar­inn­ar, seg­ir tíu daga leik­riti rík­is­stjórn­ar­inn­ar lokið í pistli sín­um sem birt­ist á bloggi hans. Þór seg­ir upp­haf leik­rits­ins hafa verið þegar for­sæt­is­ráðherra óskaði eft­ir aðstoð stjórn­ar­and­stöðunn­ar við að finna leiðir út úr skulda­vand­an­um í kjöl­far mót­mæla hinn 4. októ­ber.

Leik­rit­inu lauk svo í gær með yf­ir­lýs­ingu for­sæt­is­ráðherra „um að það standi ekki til að Ísland verði sam­fé­lag rétt­læt­is og sann­girni,“ seg­ir í pistli Þórs.

Þór seg­ir jafn­framt sér­fræðinga­hóp­inn um skulda­vanda heim­il­anna skipaðan til þess eins að vinna tíma með von um að málið gleym­ist.

Enn­frem­ur seg­ist Þór til­heyra þeim hópi sem treysta ekki Alþingi en í gær kom fram í þjóðar­púlsi Gallup að ein­ung­is 9% Íslend­inga beri mikið traust til Alþing­is.

Pist­ill Þórs

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert