„Leikritinu er lokið“

Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, segir tíu daga leikriti ríkisstjórnarinnar lokið í pistli sínum sem birtist á bloggi hans. Þór segir upphaf leikritsins hafa verið þegar forsætisráðherra óskaði eftir aðstoð stjórnarandstöðunnar við að finna leiðir út úr skuldavandanum í kjölfar mótmæla hinn 4. október.

Leikritinu lauk svo í gær með yfirlýsingu forsætisráðherra „um að það standi ekki til að Ísland verði samfélag réttlætis og sanngirni,“ segir í pistli Þórs.

Þór segir jafnframt sérfræðingahópinn um skuldavanda heimilanna skipaðan til þess eins að vinna tíma með von um að málið gleymist.

Ennfremur segist Þór tilheyra þeim hópi sem treysta ekki Alþingi en í gær kom fram í þjóðarpúlsi Gallup að einungis 9% Íslendinga beri mikið traust til Alþingis.

Pistill Þórs

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert