Reykur í farþegarými

Boeing 777 þota United Airlines.
Boeing 777 þota United Airlines. Reuters

Farþegaþota banda­ríska flug­fé­lags­ins United Air­lines lenti á Kefla­vík­ur­flug­velli nú á fimmta tím­an­um vegna reyks aft­ar­lega í farþega­rými. Vél­in, sem er af gerðinni Boeing 777, var á leið sinni frá London til San Francisco þegar óvissu­stigi var lýst yfir vegna reyks­ins. Því var ákveðið að lenda á Kefla­vík­ur­flug­velli.  285 farþegar voru um borð en eng­an sakaði. Vél­in lenti heilu og höldnu á Kefla­vík­ur­flug­velli.

Hjör­dís Guðmunds­dótt­ir, upp­lýs­inga­full­trúi Isa­via, seg­ir upp­tök reyks­ins enn ókunn en farþegar vél­ar­inn­ar bíða nú í Leifs­stöð á meðan flug­virkj­ar rann­saka málið.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert