Vilja fangelsi á Suðurnesin

Vinstri grænir.
Vinstri grænir.

Í álykt­un fé­lags­fund­ar segj­ast VG á Suður­nesj­um fagna nýtil­komn­um vaxt­ar­samn­ingi þar sem ríkið legg­ur fram fé til að efla sam­vinnu fyr­ir­tækja á Suður­nesj­um um að þróa ný at­vinnu­tæki­færi.

Þá skor­ar fund­ur­inn á stjórn­völd að taka þegar í stað ákvörðun um að flytja Land­helg­is­gæsl­una, og starf­semi henni tengda, til Suður­nesja. Jafn­framt skor­ar fund­ur­inn á stjórn­völd að horfa til Suður­nesja með upp­skip­un­ar- og út­skip­un­ar­höfn vegna strand­sigl­inga.

 Þá legg­ur fund­ur­inn til að hús­næði á Ásbrú verði skoðað fyr­ir nýtt fang­elsi en VG á Suður­nesj­um telja að fé spar­ist verði sú leið far­in, að því er fram kem­ur í álykt­un fé­lags­fund­ar­ins.


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert