Í ályktun félagsfundar segjast VG á Suðurnesjum fagna nýtilkomnum vaxtarsamningi þar sem ríkið leggur fram fé til að efla samvinnu fyrirtækja á Suðurnesjum um að þróa ný atvinnutækifæri.
Þá skorar fundurinn á stjórnvöld að taka þegar í stað ákvörðun um að flytja Landhelgisgæsluna, og starfsemi henni tengda, til Suðurnesja. Jafnframt skorar fundurinn á stjórnvöld að horfa til Suðurnesja með uppskipunar- og útskipunarhöfn vegna strandsiglinga.
Þá leggur fundurinn til að húsnæði á Ásbrú verði skoðað fyrir nýtt fangelsi en VG á Suðurnesjum telja að fé sparist verði sú leið farin, að því er fram kemur í ályktun félagsfundarins.