Vilja gera ísgöng í Langjökli

Myndin er úr safni og sýni íshelli sem fannst í …
Myndin er úr safni og sýni íshelli sem fannst í Langjökli árið 2004. mbl.is/Árni Sæberg

Nýlega komu á fund byggðarráðs Borgarbyggðar þeir Hallgrímur Örn Arngrímsson jarðverkfræðingur og Ari Trausti Guðmundsson landfræðingur frá verkfræðistofunni Eflu og kynntu hugmyndir um gerð ísganga í Langjökli. Óskuðu þeir eftir aðkomu sveitarfélagsins að undirbúningsfélagi um verkefnið. Skessuhorn greinir frá.

Fram kemur að umhverfis- og skipulagsnefnd Borgarbyggðar hafi veitt rannsóknarleyfi fyrir verkefnið sem hafi hlotið jákvæð viðbrögð meðal sveitarstjórnarfólks í Borgarbyggð.

Hugmyndin sé að gera ísgöng vestan til í Langjökli, norðan við Geitlandsjökul, en þangað liggi allgóður vegur frá vinsælum ferðaþjónustustöðum eins og Húsafelli og Reykholti.

Grafið verði 30 metra niður í jökulinn í þéttan jökulís í þeim tilgangi að gera þar göng og hvelfingar. Haft er eftir Hallgrími að þessi hugmynd hafi kviknað á liðnu sumri. Hún sé því ný af nálinni og algjörlega á frumstigi.

Vefur Skessuhorns.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert