Fyrrverandi starfsmaður Glitnis hefur sent formlega kvörtun til dómstjóra Héraðsdóms Reykjavíkur yfir vinnubrögðum slitastjórnar Glitnis við skýrslutöku á hennar vegum.
Hefur maðurinn, sem var viðskiptastjóri hjá Glitni, krafist þess að slitastjórnarmönnum verði vikið frá og aðrir skipaðir í þeirra stað, að því er fram kemur í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.
Fram kemur í kvörtunarbréfi starfsmannins að hann telur sig hafa þurft að þola beinar hótanir af hálfu starfsmanna slitastjórnar Glitnis, sem hafi gert lítið úr störfum hans og reynt að gera þau tortryggileg.