Funda áfram í dag um skuldavandann

Ráðherrar ríkisstjórnarinnar kynntu fyrirhugaðar aðgerðir til aðstoðar skuldugum heimilum í …
Ráðherrar ríkisstjórnarinnar kynntu fyrirhugaðar aðgerðir til aðstoðar skuldugum heimilum í landinu á fundi þann 17. mars síðastliðinn.Enn er unnið að leiðum til að vinna á skuldavanda heimilanna. Ómar Óskarsson

Sérfræðingahópur ríkisstjórnarinnar heldur í dag áfram að funda með fulltrúum frá Hagsmunasamtökum heimilanna um leiðir til að taka á skuldavanda heimilanna.

Sigurður Snævarr efnahagsráðgjafi forsætisráðherra staðfesti við mbl.is að viðræðum aðila yrði haldið áfram í dag en vildi ekki tjá sig frekar um fundarefnið að svo stöddu. Stjórnarandstaðan hefur ekki verið boðuð á fundi.

Stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna hafa harðlega gagnrýnt m.a. stjórnkerfið, ASÍ og Umboðsmann skuldara fyrir  fyrir getuleysi til að bregðast við og segjast hafa verið dregin á asnaeyrunum í tvær vikur. Sjá frétt mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert