Furðar sig á ummælum

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ.
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. mbl/Sigurður Bogi

Gylfi Arn­björns­son, for­seti ASÍ seg­ist í sam­tali við mbl.is. furða sig á um­mæl­um tals­manna Hags­muna­sam­taka heim­il­anna um ASÍ, þó hann geti skilið að þeir séu ósátt­ir við að láta draga sig á asna­eyr­un­um eins og þeir segja. Hon­um sé hins veg­ar óskilj­an­legt að sam­tök­in ætli að gera ASÍ ábyrgt fyr­ir af­stöðu stjórn­valda.

„Við höf­um bent á það að sú leið að nota líf­eyr­is­sparnaðinn í þetta er ekki fær. Það fel­ur ekki í sér af­stöðu til leiðar­inn­ar. Það fel­ur í sér af­stöðu til fjár­mögn­un­ar­inn­ar,“ seg­ir Gylfi.

En hafið þið eitt­hvað fundað með Hags­muna­sam­tök­um heim­il­anna um þessi mál? „Við funduðum með þeim í fyrra en höf­um ekki átt fund með þeim ný­lega.“

Aðspurður seg­ist  Gylfi ekki hafa verið boðaður á fund með sér­fræðinga­hópn­um í dag. „Við höf­um ekki verið þát­tak­end­ur í þessu með stjórn­völd­um og átt­um von á að kynnt­ar yrðu fyr­ir okk­ur ein­hverj­ar til­lög­ur á fimmtu­dag en það var ekki gert. Þetta var al­menn­ur fund­ur og það voru eng­ar til­lög­ur eða gögn lögð fram.“

Gylfi seg­ir ljóst að Alþýðusam­bandið hafi mjög lengi verið með kröf­ur um að það yrði með raun­hæf­um hætti tekið á skuld­um heim­ila sem eru í mest­um vanda. „Það fel­ur í sér gríðarlega lækk­un á skuld­um heim­il­anna og okk­ur sýn­ist að á af­skrifta­reikn­ing­um bank­anna séu um þrjúhundruð millj­arðar sem þurfi að umbreyta í raun­veru­lega niður­færslu gagn­vart heim­il­um. Ekki bara í bók­hald­inu og ekki bara gagn­vart skatta­upp­gjöri. Held­ur gagn­vart heim­il­un­um.“

Gylfi seg­ir ljóst að mjög veru­leg­ur hluti þess­ara skulda sé tapaður enda séu bank­arn­ir að  færa þær út úr sín­um bók­um þar sem þeir telji þetta tapað fé. Eina for­send­an fyr­ir því að þeir megi færa þetta niður skatta­lega séð, sé vegna þess að þetta sé tapað fé.

Hann hef­ur skrifað pist­il á vefsíðu ASÍ und­ir yf­ir­skrift­inni Hið sanna um af­stöðu ASÍ til lausn­ar á greiðslu- og skulda­vanda heim­il­anna. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert