„Málið skal sæta rannsókn“

Gildi lífeyrissjóður.
Gildi lífeyrissjóður.

„Mér þykir það miður að ég sé bor­inn röng­um sök­um,“ seg­ir Jó­hann Páll Sím­on­ar­son varðandi full­yrðing­ar líf­eyr­is­sjóðsins Gildi, sem sagði í gær að það væri rangt að sak­sókn­ari efna­hags­brota­deild­ar rík­is­lög­reglu­stjóra hafi ákveðið að mál sjóðsins skuli sæta rann­sókn. Jó­hann hef­ur und­ir hönd­um bréf sem sýn­ir annað.

Jó­hann Páll, sem er sjó­maður og sjóðsmaður í Gildi, sendi rík­is­sak­sókn­ara er­indi í síðasta mánuði  þar sem hann benti á að tap Gild­is fyr­ir árin 2007 og 2008 væri langt um­fram það sem eðli­legt gæti tal­ist og í engu sam­ræmi við al­menna og lög­mæta viðskipta­hætti.

Hann spurðist fyr­ir um málið 12. októ­ber sl. Fram kem­ur í bréfi, sem mbl.is hef­ur und­ir hönd­um, að kær­an hafi borist efna­hags­brota­deild­inni 23. sept­em­ber.

„Þann 30. sept­em­ber tók sak­sókn­ari efna­hags­brota­deild­ar ákvörðun um að málið skyldi sæta rann­sókn í efna­hags­brota­deild. Mál­inu hef­ur ekki verið út­hlutað til rann­sókn­ar og því miður er ekki enn fyr­ir­séð hvenær af því verður. Málið hef­ur því stöðuna "Bíður rann­sókn­ar" í dag,“ seg­ir Sól­berg S. Bjarna­son, aðstoðar­yf­ir­lög­regluþjónn í efna­hags­brota­deild, í svar­bréf­inu.

Þá hef­ur Jó­hann Páll farið fram á það að Fjár­mála­eft­ir­litið leysi stjórn og stjórn­end­ur líf­eyr­is­sjóðsins und­an starfs­skyld­um sín­um og víki þeim frá á meðan málið sæt­ir rann­sókn efna­hags­brota­deild­ar. Hann fer fram á það að FME taki stjórn sjóðsins yfir í sam­ræmi við laga­heim­ild­ir eft­ir­lits­ins og skipi sjóðnum um­sjón­ar­mann og tryggi með því hags­muni sjóðsfé­laga.

Í til­kynn­ingu sem Gildi sendi frá sér í gær seg­ir hins veg­ar:

„Er­indi hef­ur borist efna­hags­brota­deild frá ein­stak­lingi varðandi Gildi líf­eyr­is­sjóð en eng­in ákvörðun verið tek­in hjá embætt­inu um viðbrögð við því. Sak­sókn­ari efna­hags­brota­deild­ar staðfesti þetta í dag.“

Jó­hann Páll seg­ir í sam­tali við mbl.is að bréfið sem hann hafi í hönd­um sýni greini­lega fram á annað.

„Ég er bú­inn að skrifa Ögmundi Jónas­syni [dóms­málaráðherra] og þar óska ég eft­ir skýr­um svör­um,“ seg­ir hann. Bréfið hafi verið sent ráðherra í dag og með því fylgi af­rit af svar­bréfi efna­hags­brota­deild­ar­inn­ar.

Jó­hann Páll ótt­ast að efna­hags­brota­deild­in hafi ekki mann­skap til þess að rann­saka málið. „Er þarna verið að svæfa al­var­legt mál, ég spyr,“ seg­ir Jó­hann Páll.

Jóhann Páll Símonarson.
Jó­hann Páll Sím­on­ar­son.
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka