Strætó til fyrirmyndar

Strætó bs. og VÍS standa fyrir átakinu Öryggisdagar.
Strætó bs. og VÍS standa fyrir átakinu Öryggisdagar.

Strætó bs. og VÍS munu næstu sex vik­urn­ar standa fyr­ir átak­inu „Örygg­is­dag­ar“ sem miðar að því að fækka slys­um í um­ferðinni og auka ör­yggi veg­far­enda. Já­kvæð skila­boð á stræt­is­vögn­um hvetja öku­menn og aðra til að huga að akstri sín­um og hegðun í um­ferðinni, en að auki munu stræt­is­vagna­bíl­stjór­ar leggja sér­staka áherslu á að vera til fyr­ir­mynd­ar og sýna gott for­dæmi í um­ferðinni. Sér­stak­lega verður fylgst með um­ferðaró­höpp­um Strætó á tíma­bil­inu með það að mark­miði að fækka óhöpp­um.

Reglu­leg um­fjöll­un verður um átakið og ár­ang­ur­inn í um­ferðinni á Strætó.is og er al­menn­ing­ur hvatt­ur til að taka þátt með því að senda skila­boð og ábend­ing­ar til Strætó.

Átakið er liður í for­varn­ar­verk­efni sem Strætó bs. og VÍS hafa unnið sam­an að frá árs­byrj­un 2008 og hef­ur leitt til veru­legr­ar fækk­un­ar um­ferðaró­happa hjá Strætó bs.


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert