Vegfarendur aðstoðuðu lögregluna á Suðurnesjum við að hafa upp á ökumanni bifreiðar sem ekið var útaf Reykjanesbraut við Njarðvík í kvöld. Ökumaðurinn er grunaður um ölvun við akstur.
Maðurinn missti stjórn á bíl sínum í bleytu á Reykjanesbrautinni þegar hann var að aka framúr öðrum bíl um klukkan níu í kvöld. Bíllinn fór útaf og valt.
Vegfarendur létu lögregluna vita. Ökumaðurinn var farinn af vettvangi þegar lögreglan kom. Vegfarendur sáu hann ganga í burtu, tóku lögreglumanninn upp í bílinn og óku honum til mannsins.
Við skýrslutöku hjá lögreglu játaði maðurinn að hafa ekið bílnum.
Hann slapp, lítið eitt hruflaður á hendi. Bíllinn er illa farinn.