„Vonin bjargar mannslífum“

Regnbogi yfir Hallgrímskirkju í Reykjavík. Mynd úr safni.
Regnbogi yfir Hallgrímskirkju í Reykjavík. Mynd úr safni. mbl.is/Ásdís

Nú er geng­inn í garð alþjóðleg­ur bar­áttu­dag­ur gegn fá­tækt og af því til­efni til­einkaði Þjóðkirkj­an pré­dik­an­ir sín­ar og fyr­ir­bæn­ir fá­tækt og fé­lags­legri ein­angr­un í dag. Þá hljómuðu kirkju­klukk­ur leng­ur að lokn­um mess­um í því skyni að minna al­menn­ing á þenn­an verðuga málstað.

„Það er gott að það sé talað um fá­tækt þegar þeir fá­tæku eru að verða fá­tæk­ari. Við hjá kirkj­unni verðum átak­an­lega vör við fá­tækt og þá sér í lagi í tengsl­um við hjálp­ar­starf okk­ar. Mér finnst mik­il­vægt að láta þenn­an dag verða ámenn­ingu um að berj­ast fyr­ir þeim tekjuminnstu svo að meiri jöfnuður verði. Á þess­um erfiðu tím­um verðum við að halda í von­ina,“ seg­ir  Ragn­heiður Sverr­is­dótt­ir, djákni og verk­efn­is­stjóri hjá Bisk­ups­stofu í sam­tali við mbl.is og bæt­ir við að von­in hafi oft bjargað manns­líf­um.

Í ár er hið svo­kallað Evr­ópu­ár gegn fá­tækt og fé­lags­legri ein­angr­un og seg­ir Ragn­heiður kirkj­una hafa viljað leggja því lið með að vekja at­hygli á alþjóðlega bar­áttu­deg­in­um.

Ragn­heiður var með guðþjón­ustu í  Laug­ar­nes­kirkju í dag og að henni lok­inni lá leiðin í Há­túnið, þar sem Öryrkja­banda­lagið held­ur guðþjón­ustu ann­an hvern sunnu­dag. Hún sagði fólk skilja bar­átt­una vel og að það geri sér grein fyr­ir nú­ver­andi stöðu í land­inu.

„Ég sagði í pré­dik­un minni í dag að ef þú átt tvær yf­ir­hafn­ir þá áttu að gefa aðra og ef þú átt næg­an mat og aðrir svelta, þá áttu að gefa þeim af matn­um. Þá sagði ég að Jesús væri rót­tæk­ari en nokk­ur rót­tæk­ur jafnaðarmaður og að hinir rót­tæku menn kom­ast ekki með tærn­ar þar sem Jesús er með hæl­ana.“

Ragnheiður Sverrisdóttir djákni og verkefnissstjóri á Biskupssstofu Þjóðkirkjunnar.
Ragn­heiður Sverr­is­dótt­ir djákni og verk­efn­is­s­stjóri á Bisk­upssstofu Þjóðkirkj­unn­ar. mbl.is
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert