Kostnaður vegna starfa Evu Joly sem ráðgjafa við embætti sérstaks saksóknara er um 27 milljónir króna, þar af eru laun hennar rúmar 10 milljónir, að því er fram kom í fréttum Sjónvarpsins í gærkvöldi.
Eins og fram hefur komið hefur Joly hætt störfum fyrir embættið vegna framboðs síns í frönsku forsetakosningunum.