Fimm riftunarmál sem þrotabú Fons höfðar gegn Pálma Haraldssyni og eitt gegn Jóni Ásgeiri Jóhannessyni verða tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Stærsta málið varðar arðgreiðslu upp á rúmlega 4 milljarða sem greidd var í september 2007, en þrotabúið telur að ekki hafi verið grundvöllur fyrir því að greiða þennan arð.
Kærur voru gefnar út í málunum snemma á þessu ári. Verjandi Pálma krafðist frávísunar í einu þessara mála, en því var hafnað. Hann hefur jafnframt krafist frávísunar í arðsmálinu og það mál verður tekið fyrir í byrjun nóvember.
Ágreiningurinn um arðsgreiðslurnar snúa bæði að Pálma og Jóni Ásgeiri, en Jón Ásgeir fékk um milljarð í arð. Þrotabú Fons hefur óskað eftir að fengnir verði dómkvaddir matsmenn til að meta verðmæti Astreus-flugfélagsins. Þar er um mikla hagsmuni að ræða fyrir þrotabúið. Pálmi hefur hafnað því að nokkuð hafi verið óeðlilegt við verðmatið.
Verjendur og sækjandi hafa enn frest til að leggja fram gögn í málunum. Ekki er því búið að ákveða hvenær málin verða flutt í héraðsdómi.