Fréttaskýring: Niðurskurður bitni ekki á börnunum


Barna­lækn­ar hafa mikl­ar áhyggj­ur af því að boðaður niður­skurður í fjár­laga­frum­varp­inu muni skerða þjón­ustu við börn, ekki aðeins í heil­brigðis­kerf­inu held­ur einnig mennta- og fé­lags­lega kerf­inu. Ótt­ast lækn­ar sam­legðaráhrif niður­skurðar­ins, þegar skorið sé niður á öll­um víg­stöðvum minnki get­an til að sinna erfiðustu mál­un­um.

Sam­fara niður­skurði í heil­brigðismál­um finna lækn­ar fyr­ir auk­inni eft­ir­spurn eft­ir þjón­ustu við börn og fjöl­skyld­ur þeirra. Bráðatil­fell­um hef­ur fjölgað eft­ir banka­hrunið á Barna- og ung­linga­geðdeild Land­spít­al­ans, BUGL, og auk­in ásókn hef­ur verið í þjón­ustu Grein­ing­ar- og ráðgjaf­ar­stöðvar rík­is­ins. Á sama tíma hafa þess­ir aðilar þurft að mæta kröf­um um niður­skurð í rekstr­in­um.

Ná ekki bestu færni

Björn Hjálm­ars­son, formaður Fé­lags ís­lenskra barna­lækna, seg­ir að komið sé að sárs­auka­mörk­um í hagræðingu í heil­brigðis­kerf­inu og frek­ari hagræðing leiði bara til skerðing­ar á þjón­ustu. „Það er einnig farið að þrengja að fé­lags­lega kerf­inu og mennta­kerf­inu og við ótt­umst mjög um börn í mest­um vanda, að þau geti orðið út und­an,“ seg­ir Björn. Hann tel­ur þanþolið í heil­brigðis­kerf­inu vera orðið gríðarlegt, þar sem verið sé að reyna að halda uppi sama þjón­ustu­stig­inu. Starfs­fólk sjúkra­stofn­ana hafi þurft að leggja mikið á sig og sumstaðar sé kom­in upp þreyta og álag þar sem minna er um af­leys­ing­ar. „All­ir eru að reyna að gera sitt besta en við ótt­umst að erfiðum mál­um eigi eft­ir að fjölga. Ef það ger­ist þá er geta kerf­is­ins til að taka á móti þeim minnkuð vegna niður­skurðar,“ seg­ir Björn og bend­ir einnig á að vegna krepp­unn­ar sé erfiðara að manna stöður en áður. Fáir snúi heim að loknu sér­fræðinámi og reynd­ir barna­lækn­ar fari utan til starfa.

Þyngri mál til BUGL

„Til­vís­un­um til okk­ar hef­ur semsagt ekki fjölgað en þau mál sem við fáum eru að öllu jöfnu þyngri nú en áður, til dæm­is vegna erfiðari fjár­hags­stöðu for­eldra með til­heyr­andi fjöl­skyldu- og hús­næðis­vanda og vegna minna fram­boðs af stuðningsúr­ræðum í nærum­hverfi barn­anna,“ seg­ir Ólaf­ur, sem deil­ir áhyggj­um með barna­lækn­um af stöðu mála.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert