Fréttaskýring: Niðurskurður bitni ekki á börnunum


Barnalæknar hafa miklar áhyggjur af því að boðaður niðurskurður í fjárlagafrumvarpinu muni skerða þjónustu við börn, ekki aðeins í heilbrigðiskerfinu heldur einnig mennta- og félagslega kerfinu. Óttast læknar samlegðaráhrif niðurskurðarins, þegar skorið sé niður á öllum vígstöðvum minnki getan til að sinna erfiðustu málunum.

Samfara niðurskurði í heilbrigðismálum finna læknar fyrir aukinni eftirspurn eftir þjónustu við börn og fjölskyldur þeirra. Bráðatilfellum hefur fjölgað eftir bankahrunið á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans, BUGL, og aukin ásókn hefur verið í þjónustu Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins. Á sama tíma hafa þessir aðilar þurft að mæta kröfum um niðurskurð í rekstrinum.

Ná ekki bestu færni

Björn Hjálmarsson, formaður Félags íslenskra barnalækna, segir að komið sé að sársaukamörkum í hagræðingu í heilbrigðiskerfinu og frekari hagræðing leiði bara til skerðingar á þjónustu. „Það er einnig farið að þrengja að félagslega kerfinu og menntakerfinu og við óttumst mjög um börn í mestum vanda, að þau geti orðið út undan,“ segir Björn. Hann telur þanþolið í heilbrigðiskerfinu vera orðið gríðarlegt, þar sem verið sé að reyna að halda uppi sama þjónustustiginu. Starfsfólk sjúkrastofnana hafi þurft að leggja mikið á sig og sumstaðar sé komin upp þreyta og álag þar sem minna er um afleysingar. „Allir eru að reyna að gera sitt besta en við óttumst að erfiðum málum eigi eftir að fjölga. Ef það gerist þá er geta kerfisins til að taka á móti þeim minnkuð vegna niðurskurðar,“ segir Björn og bendir einnig á að vegna kreppunnar sé erfiðara að manna stöður en áður. Fáir snúi heim að loknu sérfræðinámi og reyndir barnalæknar fari utan til starfa.

Þyngri mál til BUGL

„Tilvísunum til okkar hefur semsagt ekki fjölgað en þau mál sem við fáum eru að öllu jöfnu þyngri nú en áður, til dæmis vegna erfiðari fjárhagsstöðu foreldra með tilheyrandi fjölskyldu- og húsnæðisvanda og vegna minna framboðs af stuðningsúrræðum í nærumhverfi barnanna,“ segir Ólafur, sem deilir áhyggjum með barnalæknum af stöðu mála.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert