Öll sveitarfélög á Suðurnesjum rekin með tapi

Reykjanesbær
Reykjanesbær mbl.is

Reykjanesbær bjó við skástu rekstrarniðurstöðu sveitarfélaganna á Suðurnesjum árið 2009 hvað varðar rekstur bæði fyrir og eftir fjármagnsliði og óreglulega liði. Öll sveitarfélög á Suðurnesjum voru rekin með tapi en á hvern íbúa Reykjanesbæjar nam tapið 84 þúsund krónum. Í Grindavík nam tapið 141 þúsund krónum á hvern íbúa.

Þetta kemur fram í nýútkominni árbók sveitarfélaga þar sem borin er saman staða sveitarfélaga á landinu árið 2009, samkvæmt fréttatilkynningu frá stærsta sveitarfélaginu á Suðurnesjum, Reykjanesbæ.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert