Persónuleg gögn aðgengileg á netinu

Peningar
Peningar mbl.is/Golli

Persónulegar upplýsingar um viðskiptavini Hraðpeninga voru fyrir mistök sett á netið og voru þar aðgengilegar öllum. Upplýsingarnar hafa verið teknar út af netinu.  Þetta kom fram á vef RÚV.

Þar segir jafnframt að framkvæmdastjórinn harmar mistökin og segir þau ákaflega óheppileg. Málið er nú til skoðunar hjá Persónuvernd sem lítur það mjög alvarlegum augum. Greint var frá þessu í kvöldfréttum RÚV í kvöld en fyrr í dag sagði Pressan frá málinu.

 Upp komst um málið þegar kona sem var að vafra um netið fann upplýsingarnar fyrir tilviljun í skjali sem var vistað á vefsíðu sem tengist ekki vefsvæði Hraðpeninga. 

Gögnin hafa nú verið fjarlægð af netinu. Þar var einnig hægt að sjá hversu há lán viðskiptavinirnir höfðu slegið.

Persónuvernd staðfesti við fréttastofu RÚV í dag að málið væri þar til skoðunar og væri litið mjög alvarlegum augum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert