Samkomulag um rekstur neyðarmötuneyta

Eldgos á Fimmvörðuhálsi
Eldgos á Fimmvörðuhálsi mbl.is/Rax

Rauði kross Íslands, Menntaskólinn í Kópavogi og Klúbbur matreiðslumeistara hafa gert með sér samstarfsamning um starfsemi neyðarmötuneyta Rauða krossins. Neyðarmötuneyti eru meðal annars starfrækt tímabundið í fjöldahjálparstöðvum Rauða krossins, þjónustumiðstöðvum almannavarna og í aðstöðu fyrir hjálparlið í kjölfar náttúruhamfara eða annarra alvarlegra atburða.


Samningurinn kveður á um gerð handbókar um rekstur neyðarmötuneyta, kortlagningu og flokkun eldhúsa í fyrirfram ákveðnum fjöldahjálparstöðvum og samstarf um faghóp sem getur verið deildum Rauða krossins til ráðgjafar um opnun og rekstur neyðarmötuneyta, samkvæmt fréttatilkynningu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert