Tillögur valda óánægju

Engir sálmar verða leyfðir á litlu jólum.
Engir sálmar verða leyfðir á litlu jólum.

Óánægja er innan Þjóðkirkjunnar vegna tillögu um samskipti trúar- og lífsskoðunarhópa og Reykjavíkurborgar sem er til umfjöllunar í mannréttindaráði borgarinnar.

Í tillögu meirihluta mannréttindaráðs er gert ráð fyrir að lokað verði fyrir aðgang trúar- og lífsskoðunarhópa að leik- og grunnskólum borgarinnar. Þannig verði ekki heimilt að gefa 10 ára börnum Nýja testamentið eins og gert hefur verið í áratugi eða kynna æskulýðsstarfsemi.

Þá verður ekki leyft að fara í kirkjur á starfstíma skólanna og bænahald, sálmasöngur og listsköpun í trúarlegum tilgangi verður ekki heimil, að því er fram kemur í umfjöllun um þessi mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert