Dregur úr mótmælum

Tunnur og skilti mótmælenda voru áberandi í Austurstrætinu í dag.
Tunnur og skilti mótmælenda voru áberandi í Austurstrætinu í dag. mbl.is/Ómar

Trumbusláttur mótmælendanna sem söfnuðust saman fyrir utan Landsbankann í Austurstræti fyrr í dag er nær hljóðnaður. 

Atburðurinn, sem var auglýstur á samskiptasíðunni Facebook, hófst kl. 14 í dag og var áætlað að hann stæði til kl. 16:30. Tunnumótmælin voru mjög hávær og barst trumbuslátturinn langar leiðir.

Því var m.a. mótmælt að bankarnir stæðu í vegi fyrir því að kjör almennings í landinu verði leiðrétt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka