Gengur þvert á anda meirihlutasamstarfs

Bjarni Karlsson (t.v.) og Jón Gnarr.
Bjarni Karlsson (t.v.) og Jón Gnarr. mbl.is/Golli

Sr. Bjarni Karlsson, varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar, segir það ábyrgðarlaust af mannréttindaráði að leggja til að jaðarsetja æskulýðsstarf kirkjunnar í borginni og hafna fagþjónustu presta þegar áföll verða.

„Það sem núna þarf að gerast, í stað þess að skipun komi að ofan eins og núna er verið að gera skóna, þurfa skólastjórnendur og prestar í borginni að tala saman. Það þarf að fara fram samtal á milli skólasamfélagsins og kirkjusamfélagsins og mannréttindaráð þarf að taka þátt í því samtali en má ekki taka að sér samtalið.“

Í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag, segist Bjarna telja tillögurnar ekki í anda þess samstarfs sem Besti flokkur og Samfylking mótuðu. „Þar eru mjög skýrar áherslur á valddreifingu og hverfisvæðingu. Þannig ganga þessar tillögur alveg þvert á það sem hefur verið talað um. Þær skjóta skökku við.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert