„Nánast engar veiðar“

Kolmunni.
Kolmunni. mbl.is

„Þetta er auðvitað mjög róttækt en í samræmi við þá nýtingarstefnu sem við höfum samið um að fara eftir,“ segir Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, í viðtali við mbl.is um samdrátt í veiðum á kolmunna á næsta ári.

Samningi um kolmunnaveiðar í N-Atlantshafi lauk í dag og voru niðurstöðurnar þær að tæplega sjö þúsund tonn koma í hlut íslenskra veiðiskipa samanborið við um níutíu þúsund tonn á þessu ári.

Að sögn Friðriks hefur stofninn verið á niðurleið og því væri nauðsynlegt að grípa til róttækra ráðstafanna. Niðurskurðurinn var heldur meiri en menn bjuggust við en hann á fyrst og fremst eftir bitna á þeim sem eiga aflahlutdeild í kolmunna, og þeim samfélögum þar sem útgerðin er stunduð, þ.e. á austur og norðausturhluta landsins, sem og í Vestmannaeyjum. Friðrik segir þó að fyrirtækin séu langflest í blönduðum rekstri, þ.e. bæði bolfiski og uppsjávarveiði.

„Það er alveg ljóst að það á eftir að taka tíma að byggja stofninn upp aftur. Það má segja að það hafi nánast orðið hrun í stofninum. Nýliðun hefur verið mjög slök og þetta er afleiðingin af því. Síðan er verkefnið að byggja hann upp aftur og það verður ekki gert nema með því að draga verulega úr veiðum, en þetta eru náttúrulega nánast engar veiðar.“

Aðspurður segir Friðrik markílveiðar hafa komið inn á seinni árum og að þær geti auðvitað mildað högg sem þessi.

Friðrik J. Arngrímsson framkvæmdastjóri LÍÚ
Friðrik J. Arngrímsson framkvæmdastjóri LÍÚ mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka