Rætt um OR í borgarstjórn

Gert er ráð fyrir að umræða um fyrirhugaðar uppsagnir hjá Orkuveitu Reykjavíkur fari fram utan dagskrár á fundi borgarstjórnar Reykjavíkur, sem nú er nýhafinn. Mun umræðan hefjast klukkan 16 að ósk Kjartans Magnússonar, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks og stjórnarmanns OR.

Búist er við, að um 80 starfsmenn fyrirtækisins fái uppsagnarbréf á næstu dögum. Starfsmenn hafa kynnt hugmyndir um skert starfshlutfall ef með þeim væri hægt að komast hjá uppsögnum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert