Skemmtilegt í Stokkhólmi

Sigurvegarar Halldór, Guðlaugur og Eiríkur á Sergels-torginu í Stokkhólmi að …
Sigurvegarar Halldór, Guðlaugur og Eiríkur á Sergels-torginu í Stokkhólmi að loknum sigri.

Þrír ungir Íslendingar voru í sviðsljósinu í handriðakeppninni Frontline Railjam 2010, sem fram fór í miðborg Stokkhólms um helgina. Eiríkur Helgason sigraði í samanlögðu, Halldór Helgason, bróðir hans, var með bestu kúnstirnar eða trikkin í annarri handriðakeppninni og Guðlaugur Guðmundsson í hinni.

Tóku öll verðlaunin

„Þetta er með stærri alþjóðlegu mótunum á snjóbrettum í Evrópu ár hvert, þrenn verðlaun í boði og við tókum þau öll,“ segir Guðlaugur, sem er 24 ára. Eiríkur er ári yngri og Halldór 19 ára en allir eru þeir atvinnumenn á snjóbrettum. Um 30 keppendur tóku þátt í mótinu og fylgdist fjöldi manns með keppendum sýna listir sínar. Þremenningarnir eru frá Akureyri og hafa leikið sér á brettum í áratug. Þeir hafa vakið heimsathygli og er skemmst að minnast sigurs Halldórs í svonefndri „Big Air“-keppni á árlegu vetraríþróttahátíðinni Winter X-Games í Aspen í Bandaríkjunum í byrjun ársins. Um er að ræða fjölmennasta jaðaríþróttamót heims í vetraríþróttum. Þeir hafa áður unnið til verðlauna í Stokkhólmskeppninni, en á meðal keppenda þar eru meðal annars strákar frá Bandaríkjunum og Kanada auk Evrópu.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert