Þrír ungir Íslendingar voru í sviðsljósinu í handriðakeppninni Frontline Railjam 2010, sem fram fór í miðborg Stokkhólms um helgina. Eiríkur Helgason sigraði í samanlögðu, Halldór Helgason, bróðir hans, var með bestu kúnstirnar eða trikkin í annarri handriðakeppninni og Guðlaugur Guðmundsson í hinni.