Stjórnvöld endurskoði lög um erlenda fjárfestingu

Nefnd um erlenda fjárfestingu hefur lokið afgreiðslu síðasta hluta þess Magma-málsins svonefnda. Síðasta spurningin sem svara þurfti var hvort löglegt sé að HS Orka eigi eignarhluti í öðrum orkufyrirtækjum. Nefndin lítur svo á að þessi þáttur sé samtengdur afgreiðslu málsins í heild og vísar því til þeirra álita sem þegar hafa verið lögð fram.

Í bókun nefndarinnar segir að nefndarmenn leggi áherslu á að stjórnvöld endurskoði lög um erlenda fjárfestingu í íslenskum atvinnurekstri þannig að þau verði skýrari.

Álit nefndar um erlenda fjárfestingu og fleiri gögn

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert